Þriðjudagur, 9. október 2007
Kassavesen
Ég held að ég sé einstaklega lélegur í að velja mér kassa þegar ég er að versla...
Sem dæmi var ég í Bónus í dag að versla fyrir heimilið, tek það fram að ég hætti mér einn að versla þar sem Hugborg er í verknámi í stórborginni.
Anýhú þá er ég þarna í Bónus og tíni í körfunan skv. innkaupalista sem ég fékk úthlutaðan frá Hugborgu með orðunum "Stick to the list", en það eru einkunnarorð okkar þegar við verslum.
Bíddu... ætlaði ég ekki að tala um hversu lélegur ég er í kassavali ? Júbb, áfram með smjérið. Semsagt alltaf þegar ég stend frammi fyrir hinum ýmsu kössum og starfsmönnum í Bónus, Nóatúni, IKEA og á fleiri stöðum þá tek ég þá röð sem sýnist nú vera minnst í fyrstu. En viti menn, um leið og ég er kominn í röðina þá byrja vandræðin. Strikamerkjalesarinn er í einhverju rugli og starfsmaðurinn (sem hefur ekki lært að flýta sér frekar en aðrir kassastarfsmenn) er hinn rólegasti við að stimpla inn hin ýmsu strikamerki og það með mismunandi árangri. Þetta gerðist í Bónus í dag og ég horfði á raðirnar á hinum kössunum fljúga áfram, en það er öruggt að ég hefði ekki komist hratt í þeim röðum því á mér hvíla álög og aldrei mun ég hljóta skjóta afgreiðslu í verslun. Oft kemur fyrir að strikamerkið er ekki til þegar ég er í röðinni, einhver þarf að kaupa sígarettur sem eru ekki til á þessum kassa, starfsmaðurinn er í þjálfun (ég tek ekki eftir litlu merki á peysu viðkomandi), vaktaskipti í miðjum klíðum og svo mætti lengi telja.
Þetta er eitthvað sem ég hef lært að sætta mig við þegar ég versla, það er hending ef ég flýg í gegn á kassa.
Hvíla álög á þér ?
Vinir og vandamenn
Aðrir vinir og vandamenn með blogg
-
Vinir og vandamenn
Mundi Nölvutörd -
Vinir og vandamenn
Hjalti Bolti - Mörlosari með meiru -
Vinir og vandamenn
Herdís í Sverige -
Vinir og vandamenn
Steini bróðir og fjölskylda í KEF -
Vinir og vandamenn
Greifinn og hans ágæta kvonfang -
Vinir og vandamenn
Sigga Rós og Hjalti ekki lengur í Kanada
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.