Pirri

Ég er pirraður yfir því að Frakkar skyldu vinna Spánverja núna rétt áðan.  Ég þoli ekki franska landsliðið í fótbolta.  Reyndar þoli ég Brasilíu ekki heldur og það sama má segja um Ítali.  Fyrir mér eru því eiginlega bara leiðinleg lið eftir í keppninni.  Ég get þó huggað mig við það að Frakkar og Brasilíumenn mætast í 8 liða úrslitum og annað liðið þarf að detta út.  Einu liðin sem mér líkar við, sem eru eftir í keppninni eru Englendingar og Þjóðverjar og það verður að teljast ólíklegt að Þjóðverjar vinni Argentínumenn og allt getur gerst hjá Englendingum og Portúgölum því að Englendingar hafa ekki verið að spila vel í keppninni til þessa.

Nóg af þessu HM bulli...  Pallurinn okkar er tilbúinn.  Á laugardaginn lakkaði ég aðra umferð yfir steypuna og ég og Hugborg kláruðum að festa veggina í gærkvöldi, það er því bara smotterí eftir eins og að fara með allt spýturuslið í burtu o.fl.  Við ætlum að reyna að hafa pallapartý á laugardaginn en það virðist ekki ætla að ganga upp þar sem allir sem við erum búin að bjóða eru búin að plana helgina.  Það kemur nú ekki á óvart þar sem  margir eru hreinlega búnir að plana allar helgar sumarsins.  Við ákváðum þetta með frekar skömmum fyrirvara m.a. útaf því að Hjalti og Sigga eru að fara aftur til Kanada á sunnudaginn, eiga flug til Boston um miðjan dag og geta því vel mætt í partý til okkar !!

 

Við sjáum hvað setur, ef einhver sem er að lesa þetta og hefur ekki verið boðin þá skal sá hinn sami ekki örvænta, við erum ekki ennþá búin að prófa að bjóða öllum og eins og staðan er núna þá stefnir í að þetta sé on.... en maður skal aldrei fullyrða um svona lagað. 


Blúbb

Það er kannski kominn tími á smá uppfærslu.

Byrjum á pallinum:  Allt* tilbúið og nú er bara að bíða eftir því að það hætti að rigna svo að hægt sé að steypa. Ég ætla nú að reyna að henda inn einhverjum myndum af þessum framkvæmdum við tækifæri.

Síðasta helgi:  Var hrein og tær snilld.  Ég vil þakka Villa, Hössa, Munda, Hjalta, Óla og Jóni Ívari bílstjóra fyrir frábæra helgi.  Jón verður reyndar ekki ráðinn sem bílstjóri aftur í svona ferð vegna þess hversu villtur hann er Hissa ... við villtumst smá á leiðinni í rafting en það kom ekki að sök, var eiginlega bara skemmtilegra svona eftirá.

*Örlítið smotterí sem tekur ekki að nefna hér.

Ég hreinlega nenni ekki að skrifa meira.


Pallur og kosningar

Spennan magnast fyrir kosningarnar á morgun.  Ég er búinn að kjósa minn flokk og þeir sem þekkja mig þurfa ekki að spyrja mig frekar að því.  Ástæða þess að ég kaus er sú að ég er að fara að steggja einn félaga á morgun og það er prógram frá kl. 8 í fyrramálið þangað til klukkan rúmlega 8 annað kvöld og þar sem ég get ekki verið viss um ástand mitt um 8 leytið annað kvöld þá ákvað ég að drífa í því.  Svo er þetta bara spennandi hvernig úrslitin verða hér í Árborg og að ég tali nú ekki um Reykjavík.  Það stefnir vonandi í skemmtilegt kvöld á morgun, ég er nokkuð viss um að dagurinn verði skemmtilegur.

Það er að frétta af pallaframkvæmdum að við erum búin að fylla uppí holuna með sandi og vil ég nota tækifærið og þakka Hjalta kærlega fyrir hjálpina við framkvæmdirnar hingaðtil og héreftir...

Nú má fara að huga að því að koma steypunni á sinn stað... eða þannig sko, það er nóg eftir að gera svosem. 


Palli Pallason

Framkvæmdir eru hafnar !!  Við erum búin að mæla út allar lengdir og ég er búinn að stinga upp allt gras og fara með það á vistvæna hauga í nágrenni Selfoss sem heita því skemmtilega nafni Tippur.  Nú þarf að moka mold í burtu, ca. 70 cm niður og fylla uppí svo hægt sé að steypa yfir þetta.

Það fór líka eins og ég hélt.  Við fórum í Húsasmiðjuna í gær og vorum að leita eftir tilboði í skjólveggina.  Þar var okkur sagt að það sem við værum að spá í væri hvort sem er á tilboði og að ekki væri hægt að fara neðar í verði.  Það er því nokkuð ljóst að Byko munu selja okkur veggina og efni sem þarf í þetta.  Þeir gátu gert tilboð í veggi sem voru á tilboði og það er almennilegt !!

Nenni ekki að skrifa meira.


Jamm og jamm og jú

Hvað skal skrifa á þessum drottins dýrðar degi ?

Jú það er kannski vert að minnast á það að framkvæmdir við pallinn eru ekki hafnar, það eina sem er komið í gang er að við erum komin með tilboð í skjólveggi frá Byko.  Verð ég að segja að þetta tilboð er alveg hreint ágætt og ekki líklegt að Húsasmiðjan geri betra boð þó svo að þeim þyki það ekkert mál.

Á morgun eru ákkúrat 3 mánuðir þangað til við förum til Köben, verðum þar í tvo daga og höldum svo til Krítar í tvær vikur.  Get ekki annað sagt en að okkur hlakki mikið til.  Við erum að reyna að halda okkur í einhverju átaki, förum nokkuð reglulega út að labba og ég reyni að sprikla í Boot Camp í ræktinni hér á Selfossi. Það er massa erfitt og ekki laust við að maður finni fyrir miklum harðsperrum eftir þessa tíma, en þá veit maður a.m.k. að maður hafi verið að taka á.  Hugborg er svo að busla í sundleikfimi auk þess sem hún labbar mun meira um Selfossbæ heldur en ég.  Þetta er alltsaman gert til að við verðum ekki eins og klessur á ströndinni, það er nokkuð víst að við verðum frekar hvít þegar út er komið og markmiðið er að vera soldið stælt á ströndinni.

Nóg af bulli í bili held ég bara svei mér þá óseisei já.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Grétar

Grétar Magnússon
Grétar Magnússon
Boxið hér er ekki nógu stórt til að segja það sem segja þarf um höfundinn.

Vinir og vandamenn

Aðrir vinir og vandamenn með blogg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband