Sigurhátíð útaf ?

Ég skil ekki af hverju það er verið að tala um sigurhátíð ?  Var ekki krafan alltaf hjá Röddum fólksins að öll ríkisstjórnin þyrfti að fara frá og kosningar strax ?  Nú situr Samfylkingin enn við völd og sama fólkið þar (mínus Björgvin) heldur ennþá sinni ráðherrastöðu.  Það er ekki ástæða til að halda neina sigurhátíð eftir þessar breytingar.

Svo er eitt atriði sem mig langar til að benda á.  Í Bretlandi er allt í rugli útaf efnahagskreppunni sem er alþjóðleg eins og flestir vita.  Margir hafa sagt að Bretland sé nánast á sömu leið og Ísland varðandi bankahrun.  Þar hefur enginn sagt af sér og ekki hefur maður heyrt af kröfum þaðan að Gordon Brown og Alistair Darling eigi að hætta strax og boða til kosninga.  Veit Hörður Torfa af þessu ?  Vill hann ekki drífa sig út og setja Tjöllunum hvað þeir séu vitlausir að mótmæla ekki sitjandi ríkisstjórn.

 


mbl.is Boða sigurhátíð á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn besservisserinn sem er vitur eftirá

Ég skil ekki af hverju ég las þessa frétt til enda.  Þessi maður hefur greinilega þörf fyrir það að láta aðra vita hversu klár hann er.

Semsagt, ef þú sérð þetta blogg áður en þú lest fréttina þá skaltu smella á back hnappinn núna !


mbl.is Simbabve norðursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki gera ykkur vonir um bætur vegna seinkunar...

Bendi á færslu sem ég skrifaði síðasta sumar vegna viðskipta minna við þetta "ágæta" flugfélag Iceland Express.  Fyrir þá sem lentu í seinkunum í dag (og fyrir nokkrum dögum síðan í Danmörku) þá hef ég ekki mikla von fyrir þeirra hönd um bætur.

 Hér er bloggfærslan síðan í fyrra.


mbl.is Tafir hjá Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jú bíddu

eitt enn varðandi lélega nafngift á ýmsum hlutum.  Tískuvöruverslunin Anas.  Þarf að segja meira?

Svo er gaman að benda á þetta hérna (tekið af Vefþjóðviljanum, andriki.is)

"Það var alveg agalega skemmtilegt að ungur maður á Akranesi blekkti starfsmenn Hvíta hússins í nafni forseta Íslands og væri því sem næst búinn að fá forseta Bandaríkjanna í símann á fölskum forsendum. Gaman að fá hann í viðtal. Skemmtilegur strákur.

Það var stóralvarlegt mál þegar ungur maður á Akranesi tók upp á því að blekkja fréttamenn til að taka viðtal við rangan mann. Þar var hann að draga FRÉTTAMENN á asnaeyrunum, upptekna menn, fulltrúa almennings. "

Magnað hvað fjölmiðlar eru stundum skemmtilegir.


Mesta bull sem ég hef nokkurntímann heyrt

Shell auglýsir mikið þessa dagana einhverja kappakstursbíla sem hægt er að fá þegar maður kaupir bensín hjá þeim.... "Slagorðið" sem er notað í þessa auglýsingu er á þessa leið:  Krafturinn í keppnina, færir þér heppnina.

Lélegasta auglýsingaslagorð hef ég varla heyrt...  Ég held að þetta sé einhver léleg þýðing úr erlendri auglýsingu sem Skjeljungur hefur fengið til að auglýsa þessa bíla, það bara hlýtur að vera.

Svo er eitt í viðbót varðandi auglýsingar.  Hver stofnaði bílaleigu og skýrði hana Bílaleigan KOK ?  Þetta hlýtur að vera eitthvað erlent batterí líka !


Næsta síða »

Grétar

Grétar Magnússon
Grétar Magnússon
Boxið hér er ekki nógu stórt til að segja það sem segja þarf um höfundinn.

Vinir og vandamenn

Aðrir vinir og vandamenn með blogg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband