Sunnudagur, 30. apríl 2006
Jamm og jamm og jú
Hvað skal skrifa á þessum drottins dýrðar degi ?
Jú það er kannski vert að minnast á það að framkvæmdir við pallinn eru ekki hafnar, það eina sem er komið í gang er að við erum komin með tilboð í skjólveggi frá Byko. Verð ég að segja að þetta tilboð er alveg hreint ágætt og ekki líklegt að Húsasmiðjan geri betra boð þó svo að þeim þyki það ekkert mál.
Á morgun eru ákkúrat 3 mánuðir þangað til við förum til Köben, verðum þar í tvo daga og höldum svo til Krítar í tvær vikur. Get ekki annað sagt en að okkur hlakki mikið til. Við erum að reyna að halda okkur í einhverju átaki, förum nokkuð reglulega út að labba og ég reyni að sprikla í Boot Camp í ræktinni hér á Selfossi. Það er massa erfitt og ekki laust við að maður finni fyrir miklum harðsperrum eftir þessa tíma, en þá veit maður a.m.k. að maður hafi verið að taka á. Hugborg er svo að busla í sundleikfimi auk þess sem hún labbar mun meira um Selfossbæ heldur en ég. Þetta er alltsaman gert til að við verðum ekki eins og klessur á ströndinni, það er nokkuð víst að við verðum frekar hvít þegar út er komið og markmiðið er að vera soldið stælt á ströndinni.
Nóg af bulli í bili held ég bara svei mér þá óseisei já.
Vinir og vandamenn
Aðrir vinir og vandamenn með blogg
-
Vinir og vandamenn
Mundi Nölvutörd -
Vinir og vandamenn
Hjalti Bolti - Mörlosari með meiru -
Vinir og vandamenn
Herdís í Sverige -
Vinir og vandamenn
Steini bróðir og fjölskylda í KEF -
Vinir og vandamenn
Greifinn og hans ágæta kvonfang -
Vinir og vandamenn
Sigga Rós og Hjalti ekki lengur í Kanada
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vildi bara segja... ÁFRAM MAN UTD... við höldum 2 sætinu :-)
Þórmundur Helgason, 5.5.2006 kl. 13:54
Hvernig væri nú að bulla meira??
Þórmundur Helgason, 14.5.2006 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.