Sigurhátíð útaf ?

Ég skil ekki af hverju það er verið að tala um sigurhátíð ?  Var ekki krafan alltaf hjá Röddum fólksins að öll ríkisstjórnin þyrfti að fara frá og kosningar strax ?  Nú situr Samfylkingin enn við völd og sama fólkið þar (mínus Björgvin) heldur ennþá sinni ráðherrastöðu.  Það er ekki ástæða til að halda neina sigurhátíð eftir þessar breytingar.

Svo er eitt atriði sem mig langar til að benda á.  Í Bretlandi er allt í rugli útaf efnahagskreppunni sem er alþjóðleg eins og flestir vita.  Margir hafa sagt að Bretland sé nánast á sömu leið og Ísland varðandi bankahrun.  Þar hefur enginn sagt af sér og ekki hefur maður heyrt af kröfum þaðan að Gordon Brown og Alistair Darling eigi að hætta strax og boða til kosninga.  Veit Hörður Torfa af þessu ?  Vill hann ekki drífa sig út og setja Tjöllunum hvað þeir séu vitlausir að mótmæla ekki sitjandi ríkisstjórn.

 


mbl.is Boða sigurhátíð á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Krafan er komin fram sem og beiðni um að Hörður komi og stýri aðgerðum.

Hann fer hvergi við þurfum að fagna

og halda svo áfram  

Kristján Logason, 30.1.2009 kl. 15:16

2 identicon

Mótmæli Hörðs snerust aldrei um að koma ríkisstjórninni frá, heldur að ýta Sjálfstæðisflokknum út og flokknum sínum, vinstri-grænum, inn. Þetta hefur nú gerst og heldur hann því sigurhátíð. Eiginlega ekki hægt að andmæla þessu, er það?

Gulli (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:31

3 Smámynd: Grétar Magnússon

Það var einmitt punkturinn minn í færslunni.  Hörður Torfa boðar til sigurhátíðar einfaldlega útaf því að VG eru komnir við völd.  Hvað segja menn þá um meinta valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins ? 

Grétar Magnússon, 30.1.2009 kl. 16:01

4 identicon

Gulli,,mótmæli Hörðs???? Hvað er það? Ertu að meina mótmæli HARÐAR? Ég held að íslenskukennslu hafi hrakað skelfilega í skólum landsins. Ég er nýflutt heim eftir 30 ár í útlöndum og ég er gáttuð á því hvað íslenskunni hefur hrakað.

Ég hef t.d. ítrekað heyrt fólk tala um að fara til Selfossar! Hvaða fossar eru það??? "Honum langar til Selfossar" sagði einn þegar hann keypti rútumiða fyrir barnið sitt í fyrra... Ég lærði að hann langaði til Selfoss!!! Eins segir fólk ítrekað henni þar sem hún á við. Þágufallssýki virðist hafa skotið föstum rótum hér, en það er kannski öllum orðið skítsama um fegurð íslenskunar  Eða er kannski bara búið að breyta málfræðinni??? Segir maður nú til dags "heima hjá Egili"? Ég hélt það væri "heima hjá Agli"

 Sorry Grétar, þetta skot mitt hefur ekkert með mótmælin að gera og ég er reyndar sammála þér því "Sundrunarfylkingin" er fárveik að mínu mati og ég get ekki séð að neinum árangri hafi verið náð.  Sorglegt allt saman...

anna r. kvaran (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Grétar

Grétar Magnússon
Grétar Magnússon
Boxið hér er ekki nógu stórt til að segja það sem segja þarf um höfundinn.

Vinir og vandamenn

Aðrir vinir og vandamenn með blogg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband