Pirri

Ég er pirraður yfir því að Frakkar skyldu vinna Spánverja núna rétt áðan.  Ég þoli ekki franska landsliðið í fótbolta.  Reyndar þoli ég Brasilíu ekki heldur og það sama má segja um Ítali.  Fyrir mér eru því eiginlega bara leiðinleg lið eftir í keppninni.  Ég get þó huggað mig við það að Frakkar og Brasilíumenn mætast í 8 liða úrslitum og annað liðið þarf að detta út.  Einu liðin sem mér líkar við, sem eru eftir í keppninni eru Englendingar og Þjóðverjar og það verður að teljast ólíklegt að Þjóðverjar vinni Argentínumenn og allt getur gerst hjá Englendingum og Portúgölum því að Englendingar hafa ekki verið að spila vel í keppninni til þessa.

Nóg af þessu HM bulli...  Pallurinn okkar er tilbúinn.  Á laugardaginn lakkaði ég aðra umferð yfir steypuna og ég og Hugborg kláruðum að festa veggina í gærkvöldi, það er því bara smotterí eftir eins og að fara með allt spýturuslið í burtu o.fl.  Við ætlum að reyna að hafa pallapartý á laugardaginn en það virðist ekki ætla að ganga upp þar sem allir sem við erum búin að bjóða eru búin að plana helgina.  Það kemur nú ekki á óvart þar sem  margir eru hreinlega búnir að plana allar helgar sumarsins.  Við ákváðum þetta með frekar skömmum fyrirvara m.a. útaf því að Hjalti og Sigga eru að fara aftur til Kanada á sunnudaginn, eiga flug til Boston um miðjan dag og geta því vel mætt í partý til okkar !!

 

Við sjáum hvað setur, ef einhver sem er að lesa þetta og hefur ekki verið boðin þá skal sá hinn sami ekki örvænta, við erum ekki ennþá búin að prófa að bjóða öllum og eins og staðan er núna þá stefnir í að þetta sé on.... en maður skal aldrei fullyrða um svona lagað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Grétar

Grétar Magnússon
Grétar Magnússon
Boxið hér er ekki nógu stórt til að segja það sem segja þarf um höfundinn.

Vinir og vandamenn

Aðrir vinir og vandamenn með blogg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband