Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 24. apríl 2006
Búll og vítleysa
Hvaða bull var þetta eiginlega í mér að halda að Chelsea myndu vinna leikinn á laugardaginn. Þessi leikur var alger snilld og ekki skemmir það fyrir að Mourinho sýni það og sanni enn einu sinni hversu mikill fáviti þessi maður er. Komment hans eftir leikinn eru alveg útí hött en svona er þessi maður greinilega.
Þynnkan á lau var ekki eins alvarleg og ég hélt, ég vaknaði soldið slappur en varð bara helvíti góður það sem eftir var af deginum þó svo að við Hugborg höfum verið sofnuð rúmlega 11 það kveldið. Við vöknuðum bara snemma daginn eftir og tókum okkur góðan göngutúr um Selfossbæ, heilsuátak í fyrirrúmi í Ástjörn 7.
Sú hugmynd kom uppá pallborðið hjá okkur skötuhjúum að steypa pall með hækkandi sól. Við ætlum að fá tilboð frá Byko í þessari viku í allt efni fyrir utan steypu, við erum að tala um fjárfestingu uppá 100 þús. kr sennilega en það verður sennilega vel þess virði.
Óver and át
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 22. apríl 2006
Skrifað í þynnku
Já gott fólk ég er þunnur í dag. Langt síðan ég hef verið þunnur... held að það hafi ekki gerst síðan síðast bara, svei mér þá.
Á svona dögum er ekkert annað að gera en að horfa á sjónvarpið og það er mjög gott að vita til þess að ég get horft á fótbolta. T.d. eru Arsenal og Tottenham að spila í þessum skrifuðu orðum. Spennan magnast eftir því sem líður á daginn því að Liverpool er að spila við Chelsea í undanúrslitum FA Bikarsins. Það er leikur sem Chelsea vinnur því miður verð ég að segja. Auðvitað horfir maður á leikinn og vonar það besta...
Áfram með þynnkuna !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. apríl 2006
Nýtt blogg
Já ég hef fylgt í fótspor Munda og Bolta í því að færa mig yfir til Moggabloggs. Ég verð að segja að þetta lítur vel út. Gamla bloggið var orðið lélegt, t.d. duttu niðurteljararnir bara út sisvona... það var ekki til þess að heilla mann.
Segi bara Gleðilegt sumar allirsaman !!
Bloggar | Breytt 20.4.2006 kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vinir og vandamenn
Aðrir vinir og vandamenn með blogg
-
Vinir og vandamenn
Mundi Nölvutörd -
Vinir og vandamenn
Hjalti Bolti - Mörlosari með meiru -
Vinir og vandamenn
Herdís í Sverige -
Vinir og vandamenn
Steini bróðir og fjölskylda í KEF -
Vinir og vandamenn
Greifinn og hans ágæta kvonfang -
Vinir og vandamenn
Sigga Rós og Hjalti ekki lengur í Kanada
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar