Færsluflokkur: Bloggar

Sigurhátíð útaf ?

Ég skil ekki af hverju það er verið að tala um sigurhátíð ?  Var ekki krafan alltaf hjá Röddum fólksins að öll ríkisstjórnin þyrfti að fara frá og kosningar strax ?  Nú situr Samfylkingin enn við völd og sama fólkið þar (mínus Björgvin) heldur ennþá sinni ráðherrastöðu.  Það er ekki ástæða til að halda neina sigurhátíð eftir þessar breytingar.

Svo er eitt atriði sem mig langar til að benda á.  Í Bretlandi er allt í rugli útaf efnahagskreppunni sem er alþjóðleg eins og flestir vita.  Margir hafa sagt að Bretland sé nánast á sömu leið og Ísland varðandi bankahrun.  Þar hefur enginn sagt af sér og ekki hefur maður heyrt af kröfum þaðan að Gordon Brown og Alistair Darling eigi að hætta strax og boða til kosninga.  Veit Hörður Torfa af þessu ?  Vill hann ekki drífa sig út og setja Tjöllunum hvað þeir séu vitlausir að mótmæla ekki sitjandi ríkisstjórn.

 


mbl.is Boða sigurhátíð á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn besservisserinn sem er vitur eftirá

Ég skil ekki af hverju ég las þessa frétt til enda.  Þessi maður hefur greinilega þörf fyrir það að láta aðra vita hversu klár hann er.

Semsagt, ef þú sérð þetta blogg áður en þú lest fréttina þá skaltu smella á back hnappinn núna !


mbl.is Simbabve norðursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki gera ykkur vonir um bætur vegna seinkunar...

Bendi á færslu sem ég skrifaði síðasta sumar vegna viðskipta minna við þetta "ágæta" flugfélag Iceland Express.  Fyrir þá sem lentu í seinkunum í dag (og fyrir nokkrum dögum síðan í Danmörku) þá hef ég ekki mikla von fyrir þeirra hönd um bætur.

 Hér er bloggfærslan síðan í fyrra.


mbl.is Tafir hjá Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jú bíddu

eitt enn varðandi lélega nafngift á ýmsum hlutum.  Tískuvöruverslunin Anas.  Þarf að segja meira?

Svo er gaman að benda á þetta hérna (tekið af Vefþjóðviljanum, andriki.is)

"Það var alveg agalega skemmtilegt að ungur maður á Akranesi blekkti starfsmenn Hvíta hússins í nafni forseta Íslands og væri því sem næst búinn að fá forseta Bandaríkjanna í símann á fölskum forsendum. Gaman að fá hann í viðtal. Skemmtilegur strákur.

Það var stóralvarlegt mál þegar ungur maður á Akranesi tók upp á því að blekkja fréttamenn til að taka viðtal við rangan mann. Þar var hann að draga FRÉTTAMENN á asnaeyrunum, upptekna menn, fulltrúa almennings. "

Magnað hvað fjölmiðlar eru stundum skemmtilegir.


Mesta bull sem ég hef nokkurntímann heyrt

Shell auglýsir mikið þessa dagana einhverja kappakstursbíla sem hægt er að fá þegar maður kaupir bensín hjá þeim.... "Slagorðið" sem er notað í þessa auglýsingu er á þessa leið:  Krafturinn í keppnina, færir þér heppnina.

Lélegasta auglýsingaslagorð hef ég varla heyrt...  Ég held að þetta sé einhver léleg þýðing úr erlendri auglýsingu sem Skjeljungur hefur fengið til að auglýsa þessa bíla, það bara hlýtur að vera.

Svo er eitt í viðbót varðandi auglýsingar.  Hver stofnaði bílaleigu og skýrði hana Bílaleigan KOK ?  Þetta hlýtur að vera eitthvað erlent batterí líka !


Fullur af skít

Já gott fólk ég var fullur af skít.  Lét frænda hennar GæludýraGuðrúnar (hann er ekki dýralæknir) hreinsa rusl og drasl útúr eyrunum á mér á föstudaginn og það er magnað hvað ég heyri vel.  Þegar ég keyrði svo að sækja Hugborgu hélt ég að bílhurðin væri opin því ég heyrði svo vel veghljóðið vinstra megin við mig !

Ekki amalegt að verða árinu eldri tveim dögum síðar og heyra betur heldur en áður hehe...

Læknirinn spurði mig:  Og hvers vegna kemur þú til háls-, nef- og eyrnalæknis ?

Ég var að spá í að segja að ég væri að drepast í hnénu en hætti við á síðustu stundu.


Gott grein

Sverrir Stormsker (Serðir Monster) er penni góður og hér hittir hann naglann á höfuðið svo ekki sé meira sagt.  Lesa hér !


Kassavesen

Ég held að ég sé einstaklega lélegur í að velja mér kassa þegar ég er að versla...

Sem dæmi var ég í Bónus í dag að versla fyrir heimilið, tek það fram að ég hætti mér einn að versla þar sem Hugborg er í verknámi í stórborginni.

Anýhú þá er ég þarna í Bónus og tíni í körfunan skv. innkaupalista sem ég fékk úthlutaðan frá Hugborgu með orðunum "Stick to the list", en það eru einkunnarorð okkar þegar við verslum.

Bíddu... ætlaði ég ekki að tala um hversu lélegur ég er í kassavali ?  Júbb, áfram með smjérið.  Semsagt alltaf þegar ég stend frammi fyrir hinum ýmsu kössum og starfsmönnum í Bónus, Nóatúni, IKEA og á fleiri stöðum þá tek ég þá röð sem sýnist nú vera minnst í fyrstu.  En viti menn, um leið og ég er kominn í röðina þá byrja vandræðin.  Strikamerkjalesarinn er í einhverju rugli og starfsmaðurinn (sem hefur ekki lært að flýta sér frekar en aðrir kassastarfsmenn) er hinn rólegasti við að stimpla inn hin ýmsu strikamerki og það með mismunandi árangri.  Þetta gerðist í Bónus í dag og ég horfði á raðirnar á hinum kössunum fljúga áfram, en það er öruggt að ég hefði ekki komist hratt í þeim röðum því á mér hvíla álög og aldrei mun ég hljóta skjóta afgreiðslu í verslun.  Oft kemur fyrir að strikamerkið er ekki til þegar ég er í röðinni, einhver þarf að kaupa sígarettur sem eru ekki til á þessum kassa, starfsmaðurinn er í þjálfun (ég tek ekki eftir litlu merki á peysu viðkomandi), vaktaskipti í miðjum klíðum og svo mætti lengi telja.

Þetta er eitthvað sem ég hef lært að sætta mig við þegar ég versla, það er hending ef ég flýg í gegn á kassa.

 Hvíla álög á þér ?


Sé mig knúinn til að blogga

Blogg er góð leið til að koma ýmsu á framfæri og hér ætla ég að nota tækifærið og segja ykkur frá því hversu andskoti skítlegir IcelandExpress geta verið.

Þannig er mál með vexti að ég og Hugborg flugum til Köben þann 17. júlí síðastliðinn með þessu ágæta flugfélagi.  Við áttum góðar stundir með Herdísi í Svíþjóð og Danmörku og héldum heim á leið mánudaginn 23. júlí (eða svo héldum við).  Þegar við erum komin útá flugvöll og tékkum okkur inn er okkur tilkynnt að flugið, sem átti að fara í loftið um 22 leytið, myndi ekki fara í loftið fyrr en 05:30 um morguninn.  Við fengum sitthvorn matarmiðann uppá 130 danskar til að kaupa okkur að éta og fórum við inní flugstöð til að kveðja Herdísi en hún átti flug til Osló.  Við ákváðum að vera ekki að kúldrast í óþægilegum bekkjum inní flugstöðinni, enda flugstöðin full af fólki, og ákváðum við því að rölta yfir á Hilton hótelið sem er í göngufæri við Kastrup (keyptum okkur að éta útá annan matarmiðann fyrst).  Þegar á hótelið var komið fengum við fínt herbergi, það ódýrasta sem hægt var að fá á tæpar 15.000 íslenskar, fengum okkur að borða og lögðumst til svefns.  Við vöknuðum svo um nóttina til að tygja okkur af stað útá flugvöll aftur.  Það kom svo auðvitað í ljós að IcelandExpress gat ekki staðist þennan nýja tíma og eftir ágætis bið eftir því að fá hvaða hlið við ættum að fara til, komu upplýsingarnar á skjáinn og við fórum uppí vél (eftir ennþá meiri bið samt).  Þetta endaði með því að við fórum í loftið klukkan 07:00 að dönskum tíma.

Ekki sættum við okkur við að borga tæpar 15.000 kr. fyrir hótelherbergi sem ekki hefði verið þörf á að nota ef ekki hefði verið fyrir seinkun IcelandExpress.  Ég sendi þeim því tölvupóst þar sem ég útskýrði okkar mál og faxaði til þeirra kvittunina frá Hilton hótelinu.  Stuttu seinna héldum við til Spánar (aftur með IcelandExpress) og vorum þar í 2 vikur, ekki kom neitt svar frá flugfélaginu á með an við vorum úti en stuttu eftir að við komum heim þá kemur svar frá starfsmanni sem segir orðrétt:

Sæll Grétar,

Ég var að fara yfir málið þitt og sé ég að kvittunin virðist ekki hafa borist okkur. Er mögulegt að þú gætir faxað hana aftur þannig að hægt sé að klára málið?

Ég faxaði kvittunina aftur og sendi þessum starfsmanni tölvupóst og bað hana um að staðfesta við mig hvort að kvittunin hefði ekki borist.  Ekkert svar kom og ég hringdi 2x, í fyrra skiptið lagði ég fyrir skilaboð til þessa starfsmanns og í seinna skiptið fékk ég að heyra það frá samstarfsmanni að kvittunin hefði skilað sér.  Ég beið því vongóður eftir því að málið yrði klárað eins og sagt var í svari frá starfsmanninum góða.  Eftir smá bið og engin svör enn frá þessum starfsmanni sendi ég póst og spurði hvort ekki væri hægt að klára málið, ég hreinlega sæi ekki ástæðuna fyrir því að þetta ætti að taka svona langan tíma.

Svo kom svarið frá þeim (öðrum starfsmanni):   

Kæri viðskiptavinur

Iceland Express varð fyrir því óhappi 20. júlí síðastliðinn að flugvél félagsins varð fyrir eldingu í flugtaki á Stanstedflugvelli. Sem betur fer var engin hætta á ferðum fyrir farþega, enda flugvélar búnar fullkomnum eldingavarnarbúnaði. En engu að síður var nauðsynlegt að fara yfir vélina, enda aldrei of varlega farið þegar kemur að öryggi farþega um borð. Tók þetta mun lengri tíma en við gerðum ráð fyrir í upphafi. Fyrir vikið urðu töluverðar seinkanir á nokkrum vélum í kjölfarið, þar sem gera þurfti við vélina og yfirfara öll kerfi. Leigðum við inn aðrar vélar m.a. frá USA til að koma áætlunni í rétt lag, en því miður lentum við í nokkrum slæmum seinkunum.

Okkur hjá Iceland Express þykir mjög leitt að hafa valdið farþegum slíkum óþægindum og viljum við hér með biðja þig innilega afsökunar á þeirri röskun sem seinkunin hefur óhjákvæmilega valdið. Við gefum okkur út fyrir að vera mun stundvísari en samkeppnisaðilinn og er þetta því mjög bagalegt.  Við erum þakklát fyrir þá þolinmæði og skilning sem okkur var sýnd undir þeim kringumstæðum sem sköpuðust. Kringumstæðum sem við erum ekki ánægð með og munum vinna að því að gerist aldrei aftur.  

Iceland Express er ekki skaðabótaskylt þegar svona gerist. Við hins vegar viljum að þú eigir góðar minningar um Iceland Express og hafir jákvæða upplifun á félaginu og starfsmönnum þess. Því höfum við ákveðið að greiða þér í sárabætur 8.000 kr. inneign í flug til einhvers hinna fjölmörgu áfangastaða Iceland Express. Inneignin sem gildir fram til 1. júní 2008.

Okkur þykkir þetta leitt og munum gera allt til þess að vinna traust þitt á félaginu aftur, þú ert mikilvægur viðskiptavinur og við erum tilbúinn að berjast til að halda þér áfram hjá Iceland Express. [BRÉFI LÝKUR]

Ég vil benda á það að á heimasíðu IcelandExpress stendur orðrétt:  Ef flugi innan EES, á bilinu 1.500 km til 3.500 km, seinkar um þrjár klukkustundir eða meira, skal flugrekandi bjóða farþegum máltíðir og hressingu, hótelgistingu þegar flugi seinkar yfir nótt, og aðgang að síma, tölvupósti og/eða bréfasíma.

Nokkur atriði:

  1. Flugið átti að fara í loftið í kringum kl. 22 (man ekki nákvæman tíma).
  2. Flugið fór ekki í loftið fyrr en kl. 07:00 morguninn eftir.
  3. Við fengum matarmiða sem við gátum ekki notað um morguninn þegar við vorum aftur komin á flugstöðina vegna þess að dagsetningin á miðanum var 23. júlí en það var kominn 24. júlí (við gátum reyndar notað miðann í flugvélinni eftir að Hugborg sagði flugfreyjunum frá þessu)
  4. Ef mér skjátlast ekki þá má kalla þetta seinkun yfir nótt eins og segir í texta á heimasíðu IcelandExpress.
  5. Þeir segjast hinsvegar ekki vera skaðabótaskyldir þegar svona gerist.  Hvar er örsmáa letrið ?

Ég get ekki að því gert að mér finnst á mér brotið.  Ef einhver er ennþá að slysast inná þetta blogg þá væri gaman að lesa komment varðandi þetta.  Ekki hika við að segja frá þessari sögu þegar ykkur langar, við ætlum aldrei aftur að ferðast með þessu ágæta flugfélagi.


Er ég hættur að blogga ?

Er nema von að maður heyrir þessar spurningar frá fólki þegar maður gengur um götur þessa lands.  Hvað er hægt að segja um bloggdruslur eins og mig sem aldrei blogga ?

Ekkert nema vont held ég bara.... enda tilkynni ég hér með að ég er hættur þessu rugli og nenni eigi að blogga meir.


Næsta síða »

Grétar

Grétar Magnússon
Grétar Magnússon
Boxið hér er ekki nógu stórt til að segja það sem segja þarf um höfundinn.

Vinir og vandamenn

Aðrir vinir og vandamenn með blogg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband